Fótbolti

Bjargaði lífi mót­herja í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikola Katic var mjög fljótur að hugsa þegar Joel Grodowski lá meðvitundarlaus í grasinu.
Nikola Katic var mjög fljótur að hugsa þegar Joel Grodowski lá meðvitundarlaus í grasinu. Getty/Friso Gentsch

Bosníumaðurinn Nikola Katic var fljótur að hugsa í þýska fótboltanum um helgina og mótherji hans á nú honum mögulega líf sitt að þakka.

Joel Grodowski, framherji Arminia Bielefeld, fékk mikið högg frá Schalke-markverðinum Loris Karius í leik liðanna í þýsku B-deildinni.

Karius er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool og mörkin sem hann fékk á sig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Katic er miðvörður og var liðsfélagi Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth á síðasta tímabili. Hann færði sig yfir til Þýskalands í sumar.

Schalke var 2-1 yfir þegar Karius keyrði niður Grodowski. Grodowski missti meðvitund við höggið og gleypti tunguna sína. Katic var fljótur að hugsa, tók tunguna úr kokinu, opnaði öndunarveginn og setti Grodowski í læsta hliðarlegu.

Grodowski fékk síðan frekari umönnun hjá læknaliðinu sem kom aðvífandi.

Grodowski náði fljótt meðvitund en fór að sjálfsögðu af velli. Hann faðmaði Katic og þakkaði honum lífsbjörgina áður en hann fór af velli.

Katic fékk þakkir úr öllum áttum og mikið hrós fyrir að sýna yfirvegun og hugrekki við sláandi aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×