Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2025 17:30 Fjórir fyrrverandi leikmenn Manchester United sem áttu gott kvöld í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty Svo virðist sem allir leikmenn blómstri um leið og þeir yfirgefa Manchester United. Gamlir United-menn gerðu það allavega gott í Meistaradeild Evrópu í gær. United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira
United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er þar af leiðandi ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. Hins vegar eru margir fyrrverandi leikmenn United að spila í Evrópukeppni, þar á meðal Meistaradeildinni þar sem nokkrir þeirra sýndu sínar bestu hliðar í gær. Former Manchester United players were shining in the #UCL this evening 🏅 pic.twitter.com/zGK5cxX2oq— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 1, 2025 Rasmus Højlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið sigraði Sporting, 2-1, á Diego Maradona leikvanginum í gær. Illa gekk hjá Højlund hjá United á síðasta tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir Napoli eftir að hafa verið lánaður til Ítalíumeistaranna. Højlund var valinn maður leiksins í gær og tveir aðrir fyrrverandi leikmenn United fengu sömu viðurkenningu í Meistaradeildinni. Anthony Elanga var valinn maður leiksins í 0-4 sigri Newcastle United á Royale Union Saint-Gilloise og Marcel Sabitzer þótti hafa skarað fram úr í 4-1 sigri Borussia Dortmund á Athletic Bilbao. Marcus Rashford lagði svo upp mark Barcelona í 1-2 tapi fyrir Paris Saint-Germain. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og komið að marki í sjö leikjum í röð fyrir lið og land. Rashford hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona, skorað tvö mörk og lagt upp fimm. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, sigtaði Rashford fljótlega út eftir að hann tók við liðinu og lánaði hann til Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils. Rashford var svo lánaður til Spánarmeistaranna í sumar. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar með sjö stig eftir sex umferðir. Amorim situr í heitu sæti og má ekki við slæmum úrslitum þegar United tekur á móti Sunderland á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira