Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2025 10:00 Senne Lammens gekk í raðir Manchester United frá Antwerp á lokadegi félagaskiptagluggans. getty/Manchester United Peter Schmeichel, sem varði mark Manchester United á 10. áratug síðustu aldar, segir að félagið hafi gert mistök í markvarðarkaupum í nýafstöðnum félagaskiptaglugga. Á lokadegi félagaskiptagluggans keypti United Senne Lammens frá Antwerp. André Onana fór hins vegar á láni til Trabzonspor í Tyrklandi. United var orðað við þekktari markverði, eins og Gianluigi Donnarumma og Emiliano Martínez, en festi kaup á hinum 23 ára Lammens. Schmeichel var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun. „Við hefðum átt að kaupa Emi Martínez. Raunar hefðum við átt að sækja Gianluigi Donnarumma þegar við höfðum tækifæri til þess,“ sagði Schmeichel. „Varðandi Martínez virtist allt klárt og það virtust ætla að vera góðar fréttir því hann er nákvæmlega markvörðurinn sem United þarf.“ Pressan hjá United engu lík Lammens er ekki nálægt því jafn stórt nafn og Martínez eða Donnarumma og raunar vissi Schmeichel ekkert hver hann var. „Ef ég á að vera heiðarlegur hafði ég aldrei heyrt um hann áður en hann var orðaður við United,“ sagði Daninn. „Ég veit að tölfræðin hans er frábær en það var í belgísku deildinni þar sem þeir enduðu í 5. sæti. Tölfræðin sýnir ekki hvernig þú bregst við eftir mistök eða tekst á við pressuna hjá Manchester United. Hún er ólík öllu öðru.“ Lammens sat á bekknum þegar United tapaði 3-0 fyrir Manchester City í borgarslagnum um síðustu helgi. Altay Bayindir stóð á milli stanganna eins og hann hefur gert í öllum fjórum leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á morgun. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Á lokadegi félagaskiptagluggans keypti United Senne Lammens frá Antwerp. André Onana fór hins vegar á láni til Trabzonspor í Tyrklandi. United var orðað við þekktari markverði, eins og Gianluigi Donnarumma og Emiliano Martínez, en festi kaup á hinum 23 ára Lammens. Schmeichel var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun. „Við hefðum átt að kaupa Emi Martínez. Raunar hefðum við átt að sækja Gianluigi Donnarumma þegar við höfðum tækifæri til þess,“ sagði Schmeichel. „Varðandi Martínez virtist allt klárt og það virtust ætla að vera góðar fréttir því hann er nákvæmlega markvörðurinn sem United þarf.“ Pressan hjá United engu lík Lammens er ekki nálægt því jafn stórt nafn og Martínez eða Donnarumma og raunar vissi Schmeichel ekkert hver hann var. „Ef ég á að vera heiðarlegur hafði ég aldrei heyrt um hann áður en hann var orðaður við United,“ sagði Daninn. „Ég veit að tölfræðin hans er frábær en það var í belgísku deildinni þar sem þeir enduðu í 5. sæti. Tölfræðin sýnir ekki hvernig þú bregst við eftir mistök eða tekst á við pressuna hjá Manchester United. Hún er ólík öllu öðru.“ Lammens sat á bekknum þegar United tapaði 3-0 fyrir Manchester City í borgarslagnum um síðustu helgi. Altay Bayindir stóð á milli stanganna eins og hann hefur gert í öllum fjórum leikjum United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Næsti leikur United er gegn Chelsea á Old Trafford á morgun. Rauðu djöflarnir eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. 19. september 2025 09:02