Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu gegn Atlético Madrid. getty/Robbie Jay Barratt Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Atlético Madrid á Anfield í gær en tryggði sér sigur, 3-2, þökk sé marki fyrirliðans Virgils van Dijk í uppbótartíma. Eftir sex mínútna leik var Liverpool komið í 2-0 eftir mörk frá Andy Robertson og Mohamed Salah. Marcos Llorente jafnaði fyrir Atlético með tveimur mörkum og allt stefndi í að Madrídarliðið færi með eitt stig af Anfield. Van Dijk var á öðru máli og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði hann hornspyrnu Dominiks Szoboszlai í netið. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, lenti í orðaskaki við stuðningsmenn Liverpool eftir markið og fékk rauða spjaldið. Harry Kane skoraði tvívegis þegar Bayern München bar sigurorð af Chelsea á Allianz Arena, 3-1. Bæjarar komust yfir með sjálfsmarki Trevohs Chalobah og Kane bætti svo tveimur mörkum við. Hann hefur skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjum Bayern á tímabilinu. Cole Palmer skoraði mark Chelsea í leiknum í München. Meistarar Paris Saint-Germain hófu titilvörnina með því að rúlla yfir Atalanta, 4-0. Marquinhos, Khvicha Kvaratskhelia, Nuno Mendes og Goncalo Ramos skoruðu mörk Parísarliðsins. Silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Inter, gerði góða ferð til Amsterdam og vann Ajax, 0-2. Marcus Thuram skoraði bæði mörkin með skalla eftir hornspyrnur. Bodø/Glimt lenti 2-0 undir gegn Slavia Prag í fyrsta leik sínum í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en kom til baka og náði í stig, 2-2. Youssoupha Mbodji skoraði bæði mörk Tékkanna en Daniel Bassi og Sondre Fet mörk norsku meistaranna. Pafos frá Kýpur lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í aðalkeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Olympiacos á útivelli. Pafos var manni færri í rúman klukkutíma en Bruno fékk að líta rauða spjaldið á 26. mínútu. Mörkin og rauðu spjöldin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 30. september 2025 21:00 „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16 Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00 Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Marcus Thuram skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri á útivelli gegn Ajax og PSG vann öruggan 4-0 sigur gegn Atalanta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:10 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Eftir sex mínútna leik var Liverpool komið í 2-0 eftir mörk frá Andy Robertson og Mohamed Salah. Marcos Llorente jafnaði fyrir Atlético með tveimur mörkum og allt stefndi í að Madrídarliðið færi með eitt stig af Anfield. Van Dijk var á öðru máli og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði hann hornspyrnu Dominiks Szoboszlai í netið. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, lenti í orðaskaki við stuðningsmenn Liverpool eftir markið og fékk rauða spjaldið. Harry Kane skoraði tvívegis þegar Bayern München bar sigurorð af Chelsea á Allianz Arena, 3-1. Bæjarar komust yfir með sjálfsmarki Trevohs Chalobah og Kane bætti svo tveimur mörkum við. Hann hefur skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjum Bayern á tímabilinu. Cole Palmer skoraði mark Chelsea í leiknum í München. Meistarar Paris Saint-Germain hófu titilvörnina með því að rúlla yfir Atalanta, 4-0. Marquinhos, Khvicha Kvaratskhelia, Nuno Mendes og Goncalo Ramos skoruðu mörk Parísarliðsins. Silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Inter, gerði góða ferð til Amsterdam og vann Ajax, 0-2. Marcus Thuram skoraði bæði mörkin með skalla eftir hornspyrnur. Bodø/Glimt lenti 2-0 undir gegn Slavia Prag í fyrsta leik sínum í aðalkeppni Meistaradeildarinnar en kom til baka og náði í stig, 2-2. Youssoupha Mbodji skoraði bæði mörk Tékkanna en Daniel Bassi og Sondre Fet mörk norsku meistaranna. Pafos frá Kýpur lék sömuleiðis sinn fyrsta leik í aðalkeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Olympiacos á útivelli. Pafos var manni færri í rúman klukkutíma en Bruno fékk að líta rauða spjaldið á 26. mínútu. Mörkin og rauðu spjöldin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 30. september 2025 21:00 „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16 Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00 Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Marcus Thuram skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri á útivelli gegn Ajax og PSG vann öruggan 4-0 sigur gegn Atalanta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:10 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 30. september 2025 21:00
„Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. 17. september 2025 22:16
Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:00
Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Marcus Thuram skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri á útivelli gegn Ajax og PSG vann öruggan 4-0 sigur gegn Atalanta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. 17. september 2025 21:10