Bellingham batnaði hraðar en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 21:46 Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid á morgun. Alberto Gardin/Eurasia Sport Images/Getty Images Jude Bellingham verður í leikmannahópi Real Madrid í fyrsta sinn síðan á síðasta tímabili, þegar franska liðið Marseille heimsækir Santiago Bernabéu á morgun. Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Bellingham gekkst undir aðgerð á öxlinni í sumar eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli, síðan hann fór úr axlarlið í leik gegn Rayo Vallecano árið 2023. Hann hafði leikið með hlífðarbúnað á öxlinni en var orðinn þreyttur á því og lagðist undir hnífinn þegar HM félagsliða lauk. Batinn hefur gengið vonum framar, því upphaflega átti Bellingham ekki að snúa aftur fyrr en í október. Hann sneri aftur til æfinga í síðustu viku þegar landsleikjahlénu lauk og er einn af 23 leikmönnum í hópnum sem mætir Marseille annað kvöld. ▫️16th July, 2025: Jude Bellingham undergoes major shoulder surgery and is ruled OUT for 3 to 4 MONTHS! ▫️15th September, 2025: Jude Bellingham is back and included in squad to face Marseille. 🤯 INCREDIBLE. pic.twitter.com/CCV6U2yghy— Madrid Zone (@theMadridZone) September 15, 2025 Bellingham hefur verið lykilmaður hjá Madrídingum síðustu tvö tímabil. Hann skoraði 23 mörk í 43 leikjum á sínu fyrsta tímabili og vann tvöfald, deild og Meistaradeild. Á síðasta tímabili skoraði hann 15 mörk í 58 leikjum og missti af báðum titlum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Real Madrid, sem er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. Kylian Mbappé er markahæstur með fjögur mörk og Arda Guler og Vinicius Junior hafa báðir sett tvö mörk í upphafi tímabils. Sá eini sem virðist ekki vera að njóta sín í Madríd þessa dagana er Trent Alexander-Arnold, sem þurfti að verma varamannabekkinn í rúmar áttatíu mínútur í 2-1 sigrinum gegn Real Sociedad um helgina. Leikur Real Madrid og Marseille hefst klukkan sjö annað kvöld, þriðjudag, og er einn af sex leikjum Meistaradeildarinnar sem verða í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira