Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 22:33 Ragnhildur Kristinsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið eftir súrt tap í bráðabana. Charles McQuillan/R&A/R&A via Getty Images Íslenski atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti Hauts de France Pas de Calais Golf Open mótinu á LET Access mótaröðinni í dag. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Mótið var það þriðja síðasta á mótaröðinni í sumar. Með árangrinum fer Ragnhildur upp í fimmta sæti stigalistans og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili. Leikið var á Golf Saint Omer vellinum í dag, en völlurinn er par 72. Mikil rigning einkenndi mótið og var leik frestað á öllum keppnisdögum. Að lokum var hætt við síðasta hring mótsins, en aðstæður voru langt frá því að vera góðar. Þar sem Ragnhildur og Fernanda Lira voru jafnar í efsta sæti fyrir lokahringinn var ákveðið að leikinn yrði bráðabani um sigur í mótinu. Eftir að hafa leikið níundu holuna þrisvar sinnum hafði Lira loks betur og Ragnhildur endaði því önnur. Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótið var það þriðja síðasta á mótaröðinni í sumar. Með árangrinum fer Ragnhildur upp í fimmta sæti stigalistans og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili. Leikið var á Golf Saint Omer vellinum í dag, en völlurinn er par 72. Mikil rigning einkenndi mótið og var leik frestað á öllum keppnisdögum. Að lokum var hætt við síðasta hring mótsins, en aðstæður voru langt frá því að vera góðar. Þar sem Ragnhildur og Fernanda Lira voru jafnar í efsta sæti fyrir lokahringinn var ákveðið að leikinn yrði bráðabani um sigur í mótinu. Eftir að hafa leikið níundu holuna þrisvar sinnum hafði Lira loks betur og Ragnhildur endaði því önnur.
Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira