Fótbolti

Ólafur Ingi öruggur í starfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Ingi og starfslið Íslands gegn Færeyjum.
Ólafur Ingi og starfslið Íslands gegn Færeyjum. Vísir/Anton Brink

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta, er öruggur í starfi.

Lærisveinar Ólafs Inga hóf í mánuðinum undankeppni HM 2027 og segja má að undankeppnin hafi vart geta byrjað verr. Liðið tapaði 1-2 fyrir Færeyjum á heimavelli og náði svo aðeins í stig gegn Eistlandi ytra. Niðurstaðan eftir tvo leiki því aðeins eitt stig.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá Knattspyrnusambandi Íslands, ræddi stöðu U-21 árs landsliðsins við Fótbolti.net. Hann segir Ólaf Inga öruggan í starfi þrátt fyrir slaka byrjun.

„Það er ekki nein umræða um framtíð þjálfarans,“ sagði Jörundur Áki meðal annars.

„Við vitum að fótbolti er þannig íþrótt að litlu liðin geta náð úrslitum gegn stærri þjóðum, við af öllum ættum að þekkja það nokkuð vel,“ bætti hann við.

Næsti leikur Ólafs Inga með U-21 árs landsliðsins er gegn Sviss ytra þann 10. október. Fjórum dögum síðar kemur Lúxemborg hingað til lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×