Handbolti

Elín Klara markahæst í risasigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Elín Klara Þorkelsdóttir er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. getty/Marco Wolf

Íslenska landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, fór mikinn þegar Sävehof vann risasigur á Eslov, 37-20, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag.

Sävehof vann fyrri leikinn á heimavelli Eslov, 45-22, og einvígið því samanlagt með fjörutíu mörkum, 82-42.

Elín Klara skoraði sjö mörk í leiknum í dag og var markahæst í liði Sävehof. Hún skoraði sex mörk í fyrri leiknum gegn Eslov.

Hin tvítuga Elín Klara gekk í raðir Sävehof frá Haukum í sumar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.

Elín Klara er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem tekur þátt á HM í Þýskalandi og Hollandi í lok ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×