Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2025 21:22 Max Dowman er þegar búinn að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, aðeins 15 ára gamall, og gæti spilað í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/David Price Federico Chiesa, Gabriel Jesus og Mathys Tel eru á meðal þeirra sem ekki fá að spila með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í haust, líkt og nýr leikmaður Chelsea. Leikmaður Arsenal gæti slegið aldursmet. Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Félögin 36 sem spila í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, sem hefst þriðjudaginn 16. september, hafa nú skilað inn 25 manna A-lista yfir leikmenn sem mega spila í vetur. Liverpool er ekki með Chiesa á sínum lista en kantmaðurinn ungi Rio Ngumhoa var hins vegar valinn. Nýjasta stjarna liðsins, Alexander Isak, er að sjálfsögðu á listanum ásamt þeim Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Jeremie Frimpong, Milos Kerkez, Giovanni Leoni og Giorgi Mamardashvili sem allir komu í sumar. Facundo Buonanotte, sem kom til Chelsea að láni frá Brighton á lokadegi félagaskiptagluggans, er ekki á lista Lundúnafélagsins. Það kemur heldur ekki á óvart að Raheem Sterling er sömuleiðis utan listans. Hið sama má segja um Jesus hjá Arsenal sem hefur verið frá keppni síðan í janúar vegna meiðsla. 15-year-old Max Dowman could become the youngest player in Champions League history this season ⭐Mikel Arteta has named him in Arsenal’s squad for the league phase. pic.twitter.com/nxegUOnKZb— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 3, 2025 Arsenal valdi aftur á móti hinn 15 ára Max Dowman á sinn lista og gæti hann því orðið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Youssoufa Moukoko sem var 16 ára og 18 daga þegar hann spilaði fyrir Dortmund árið 2020. Tottenham er ekki með Tel á sínum lista, þrátt fyrir að hafa eignast hann í sumar eftir lán frá Bayern München. Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski og James Maddison eru ekki heldur á listanum. Þeir Xavi Simons, Joao Palhinha, Mohammed Kudus og Randal Kolo Muani eru hins vegar á lista Tottenham eftir komuna til félagsins. Manchester City er með fjóra markmenn á sínum lista, þar á meðal nýju mennina James Trafford og Gianluigi Donnarumma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira