Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 12:33 Antony með Real Betis treyjuna þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Hann gerði samning til ársins 2030. EPA/David Arjona Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony brotnaði niður þegar hann var að lýsa tíma sínum hjá Manchester United og sérstaklega þeim dögum þegar hann beið eftir því að gengið væri á sölu hans til Real Betis. Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira