Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 12:33 Antony með Real Betis treyjuna þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Hann gerði samning til ársins 2030. EPA/David Arjona Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony brotnaði niður þegar hann var að lýsa tíma sínum hjá Manchester United og sérstaklega þeim dögum þegar hann beið eftir því að gengið væri á sölu hans til Real Betis. Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Það kom babb í bátinn á föstudaginn en félögunum tókst að ganga frá kaupunum áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Real Betis borgar 22 milljónir evra fyrir Antony með þrjár milljónir að auki í bónusgreiðslur. United fær síðan helminginn af næstu sölu á leikmanninum. Aðeins fjölskyldan mín veit það „Aðeins fjölskyldan mín veit hversu erfitt það var fyrir mig að vera þarna,“ sagði Antony á kynningarfundi sínum sem nýr leikmaður Real Betis. „Ég þurfti að æfa einn og sér en ég vissi alltaf að það væri von á þessarri stórkostlegu stund. Auðvitað óttaðist ég um að þetta gengi ekki í gegn á lokasprettinum en ég beið af því að ég missti aldrei trúna,“ sagði Antony. „Það var mjög erfitt að ná þessum félagsskiptum í gegn en hingað erum við komin. Ég get ekki beðið eftir því að klæðast Betis treyjunni aftur. Ég verð að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt fyrir mig,“ sagði Antony. Seville er miklu fallegri borg „Þvílíkur munur að vera hér. Seville er miklu fallegri borg en Manchester. Ég er loksins kominn hingað. Ég eyddi meira en fjörutíu dögum á hóteli og það var mjög erfitt. Allir vissu að ég vildi snúa aftur til Betis,“ sagði Antony. „Núna er svo margt sem ég vil afreka hér. Ég átti erfitt með svefn eftir alla ástina og væntumþykjuna sem ég fékk frá stuðningsfólki Betis. Það var fólk að bíða við húsið mitt klukkan tvö um nóttina,“ sagði Antony. „Það er mér mjög mikilvægt að fólk þyki vænt um mig. Það er eitthvað sem peningar geta ekki keypt. Hér hef ég fundið mikla ást og þetta var alltaf mitt fyrsta val. Núna er ég ánægður í borg og í félagi sem ég elska,“ sagði Antony. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira