Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 09:02 Ruben Amorim á hliðarlínunni á Craven Cottage. getty/Marc Atkins Sérfræðingar Sunnudagsmessunnar botna lítið í sumum ákvörðunum Rubens Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eins og að nota Altay Bayindir í marki liðsins í stað Andrés Onana. United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
United gerði 1-1 jafntefli við Fulham á Craven Cottage í gær. Rauðu djöflarnir eru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Bayindir stóð á milli stanganna hjá United annan leikinn í röð og var verulega óöruggur í föstum leikatriðum, líkt og í tapinu fyrir Arsenal í síðustu viku. „Ég skil ekki Amorim. Er hann svona öruggur í starfi að hann er bara að taka sénsa með Bayindir. Hann veit alveg að Onana er betri markmaðurinn,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Messunni í gær. „Amorim er með sjö sigra í 29 leikjum með United. Þrír af þeim komu gegn nýliðunum sem féllu í fyrra. Það er ótrúlegt að United hafi ekki fengið á sig mark úr föstum leikatriðum í dag [í gær] eftir eitthvað af þessum mistökum sem Bayindir gerði. Hann hlýtur klárlega að vera að reyna að bola Onana út með þessu en það er stór áhætta og ég furða mig á því.“ Klippa: Sunnudagsmessan - Umræða um Amorim Alberti og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur finnst eins og pressan sé farin að ná tökum á Amorim. „Þegar hann var ráðinn var mikið talað um að [Erik] ten Hag hafi ekki heillað stuðningsmenn United utan vallar og eftir leiki; það vantaði ákveðið svægi í hann. Það var mikið talað um áru hjá Amorim. Hann virkar utan vallar eins og hann sé ógeðslega stressaður,“ sagði Albert. „Mér finnst hann ein taugahrúga. Hann gat ekki horft á vítið þegar Bruno [Fernandes] var að fara að taka það,“ sagði Adda en Fernandes skaut yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Öddu finnst Amorim hafa sloppið nokkuð billega við gagnrýni miðað við slakan árangur hans í starfi stjóra United en segir að pressan á hann sé farin að aukast. „Já, ekki nema það sé algjörlega nýtt dæmi hjá United. Þegar þú ert stjóri hjá United er alltaf pressa á þér. Mér fannst skrítið hvað hann fékk mikinn slaka í fyrra. Í öllum viðtölum, það var sama hvað hann sagði, hann var aldrei tekinn,“ sagði Adda. „Hann kemur inn og hann ætlar að spila þetta leikkerfi, 3-4-3, sama hvað. Tilfininningin hjá mér er sama hversu mörgum góðum leikmönnum er búið að hrúga inn er þetta ekki að virka.“ Næsti leikur United er gegn nýliðum Burnley á Old Trafford á laugardaginn. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30 Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 25. ágúst 2025 07:30
Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Manchester United sótti Fulham heim í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. United tapaði í fyrstu umferð og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í dag. 24. ágúst 2025 15:03