Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 08:31 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu gegn Leeds United. epa/ANDY RAIN Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall. Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Rooney þekkir það manna best hvernig er að koma kornungur fram á sjónarsviðið en hann var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá frægt sigurmark Everton gegn Englandsmeisturum Arsenal. „Að spila í ensku úrvalsdeildinni á þessum aldri er brjálað. Ég veit að ég var ungur þegar ég spilaði minn fyrsta leik en ég held að hann sé um 150 dögum yngri en ég,“ sagði Rooney í nýju hlaðvarpi sínu á BBC. „Það er hressandi að sjá svona ungan strák fá þetta tækifæri og jafnvel þótt hann sé að spila fyrir Arsenal viltu að hann skjóti þegar hann leikur inn á miðjan völlinn. Þú vilt að hann setji boltann upp í markhornið.“ Dowman fiskaði vítaspyrnu eftir að hann kom inn á gegn Leeds en tók hana ekki sjálfur sem Rooney var ánægður með. „Ef hann tekur spyrnuna og skorar er það frábært en ég hugsaði að ef hann klúðrar henni fengi hann marga á netinu á bakið á sér. Ég var því mjög ánægður að hann tók ekki vítið en þetta var tilkomumikil frumraun.“ Settu fjölskylduna í fyrsta sæti Rooney segir að nafn Dowmans sé á allra vörum en hvetur strákinn til að halda sér á jörðinni og vera í nánum tengslum við sína nánustu. „Ég er viss um að Max, fjölskylda hans og vinir finnist þau vera stödd í draumi og ævintýri og hafa eflaust ekki enn áttað sig á þessu. En þú sérð hversu björt framtíð hans er. Þegar þú ræðir við fólk í fótboltanum kemur alltaf sama nafnið upp: Max Dowman,“ sagði Rooney. „Þetta væri erfitt fyrir hvern sem er. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að vera með þínum nánustu. Hlustaðu á þau því það er fólk þarna úti sem reynir að vingast við þig og ná sambandi við mig. Sumir af góðum ástæðum en aðrir ekki. Þú þarft að hlusta frekar á fólkið í kringum þig frekar en utanaðkomandi.“ Arsenal hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 6-0. Næsti leikur liðsins er gegn Englandsmeisturum Liverpool á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01