Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 07:34 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið af krafti inn í lið Angel City. Getty/Ronald Martinez Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði með bandaríska liðinu Angel City í nótt og það gegn sjálfum meisturum Orlando Pride. Langri leit liðsins að sigri er þar með lokið. Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Angel City hafði ekki unnið leik síðan 10. maí, eða löngu áður en Sveindís bættist í leikmannahópinn því hún byrjaði að spila með liðinu í byrjun þessa mánaðar. Með Sveindísi í liðinu hefur Angel City aðeins tapað einum leik af fjórum en liðið hafði samt alls spilað átta leiki í röð án sigurs þegar það vann 1-0 gegn Orlando Pride í nótt, með marki í lok leiks. Sveindís hafði einnig sjálf beðið lengi eftir sigri, eftir þrjú töp með Íslandi á Evrópumótinu í Sviss áður en hún fór til Bandaríkjanna. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Hin tvítuga bandaríska landsliðskona Alyssa Thompson skoraði sigurmarkið í nótt með laglegum hætti, eftir að hafa farið illa með goðsögnina Mörtu sem er 39 ára fyrirliði Orlando Pride. Sveindís var þarna farin af velli en hún lék fyrstu 72 mínútur leiksins þar til Christen Press kom inn á í hennar stað. Sveindís hafði hins vegar verið áberandi í leiknum og skapað hættu. The footwork from Sveindís Jónsdóttir 🤌 pic.twitter.com/nHwMPj1yKa— National Women’s Soccer League (@NWSL) August 22, 2025 Hannah Seabert var að spila sinn annan leik í marki Angel City og varði stundum frábærlega í leiknum en hún hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum eftir komuna frá Sporting Lissabon. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Angel City er nú með 20 stig eftir 17 leiki, í 10. sæti af 14 liðum. Liðið er með jafnmörg stig og Gotham í 8. sæti en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina að loknum 26 umferðum og Sveindís og stöllur hennar hafa því níu leiki til að koma sér þangað.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira