„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2025 12:03 Altay Bayindir hefur fengið harða gagnrýni fyrir að hafa ekki gert betur í sigurmarki Arsenal gegn Manchester United. epa/ADAM VAUGHAN Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. Calafiori skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær á 13. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið af stuttu færi eftir að Bayindir mistókst að handsama boltann eða slá hann frá. „Auðvitað er stuggað við honum en hann er bara ekki nægilega sterkur. Arsenal vilja fylla markteiginn af eins mörgum leikmönnum og hægt er, sama hvort þeir hlaupa baka til eða fram á við. Þeir eru með 5-6 leikmenn inni í markteignum og það verða læti og það verða stympingar og enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta. Þetta er heldur ekki neitt. Hann er bara ekki nægilega sterkur,“ sagði Arnar í Sunnudagsmessunni í gær. Ólafur tók aðeins upp hanskann fyrir Bayindir. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma Bayindir til varnar en það er rosalega auðvelt að hengja þetta á hann og ég gerði það í hálfleik,“ sagði Ólafur. „En ef þú horfir á hvernig mennirnir sem eru í svæðum inni í markteignum, hvernig þeir bregðast við þegar boltinn kemur. Við sáum þarna [Diogo] Dalot meðal annars. Hann var kominn með hendurnar upp áður en þetta með Bayindir var búið. Þeir eru ofboðslega passívir. Boltinn kemur inn í teig, þeir vita að þeir munu ráðast á þetta svæði og þeir eru allir annað hvort að hörfa eða í besta falli að standa flatfóta.“ Klippa: Messan - markið hjá Arsenal gegn United André Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður United undanfarin tvö tímabil, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og því fékk Bayindir tækifæri. Hann kom til United frá Fenerbache fyrir tveimur árum og hefur tólf leiki fyrir Rauðu djöflana í öllum keppnum. Umræðuna úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Calafiori skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær á 13. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið af stuttu færi eftir að Bayindir mistókst að handsama boltann eða slá hann frá. „Auðvitað er stuggað við honum en hann er bara ekki nægilega sterkur. Arsenal vilja fylla markteiginn af eins mörgum leikmönnum og hægt er, sama hvort þeir hlaupa baka til eða fram á við. Þeir eru með 5-6 leikmenn inni í markteignum og það verða læti og það verða stympingar og enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta. Þetta er heldur ekki neitt. Hann er bara ekki nægilega sterkur,“ sagði Arnar í Sunnudagsmessunni í gær. Ólafur tók aðeins upp hanskann fyrir Bayindir. „Ég hef engan sérstakan áhuga á að koma Bayindir til varnar en það er rosalega auðvelt að hengja þetta á hann og ég gerði það í hálfleik,“ sagði Ólafur. „En ef þú horfir á hvernig mennirnir sem eru í svæðum inni í markteignum, hvernig þeir bregðast við þegar boltinn kemur. Við sáum þarna [Diogo] Dalot meðal annars. Hann var kominn með hendurnar upp áður en þetta með Bayindir var búið. Þeir eru ofboðslega passívir. Boltinn kemur inn í teig, þeir vita að þeir munu ráðast á þetta svæði og þeir eru allir annað hvort að hörfa eða í besta falli að standa flatfóta.“ Klippa: Messan - markið hjá Arsenal gegn United André Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður United undanfarin tvö tímabil, var ekki í leikmannahópi liðsins í gær og því fékk Bayindir tækifæri. Hann kom til United frá Fenerbache fyrir tveimur árum og hefur tólf leiki fyrir Rauðu djöflana í öllum keppnum. Umræðuna úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01 Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30 Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01 Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00 Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50 Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. 18. ágúst 2025 10:01
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. 18. ágúst 2025 09:30
Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. ágúst 2025 07:01
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17. ágúst 2025 22:00
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17. ágúst 2025 18:50
Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17. ágúst 2025 17:20