Enski boltinn

Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir ó­vissuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eberechi Eze í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.
Eberechi Eze í leiknum um Samfélagsskjöldinn um síðustu helgi. epa/TOLGA AKMEN

Ensku landsliðsmennirnir Eberechi Eze og Marc Guehi eru báðir í byrjunarliði Crystal Palace sem sækir Chelsea heim í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Eze hefur verið orðaður við Arsenal í sumar en síðan hefur Tottenham komið inn í myndina og Fabrizio Romano hefur fullyrt að enski landsliðsmaðurinn hafi náð samkomulagi við Evrópudeildarmeistarana að ganga í raðir þeirra.

Guehi, sem er fyrirliði Palace, hefur mest verið orðaður við Liverpool. Hann er á lokaári samnings síns við Palace.

Um síðustu helgi vann Palace Liverpool eftir vítaspyrnukeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Jamie Gittens er í byrjunarliði Chelsea og leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið í dag. Joao Pedro er í fremstu víglínu en Liam Delap byrjar á bekknum.

Leikur Chelsea og Palace hefst klukkan 13:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×