Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 07:01 Anton Corbijn hefur unnið með ansi mörgum stórstjörnum. EPA Anton Corbijn, hollenskur kvikmyndagerðamaður og ljósmyndari, verður einn heiðursgesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í næsta mánuði. Einhverjar kvikmyndir hans verða sýndar á hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. „Anton Corbijn, heiðursgestur RIFF 2025, er einn áhrifamesti ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður síðustu áratuga, og hefur með einstakri nálgun sinni endurmótað tengsl ljósmyndar, tónlistar og kvikmynda. Hann fæddist í Hollandi árið 1955 og er hvað þekktastur fyrir hráar og persónulegar ljósmyndir af tónlistarfólki—myndir sem líkjast frekar samtali en uppstilltum portrettum. En list hans nær langt út fyrir ljósmyndina: hann hefur leikstýrt mörgum af eftirminnilegustu tónlistarmyndböndum síðustu 40 ára og þróað með sér sérstakan stíl í kvikmyndagerð þar sem myndmálið og stemningin eru í aðalhlutverki,“ segir í tilkynningunni. Corbijn hefur tekið ljósmyndir af meðlimum heimsfrægra hljómsveita á borð við Joy Division, og Echo & the Bunnymen. Þá hefur hann starfað mikið með Depeche Mode og U2 Árið 2007 kom út fyrsta kvikmynd Corbijn í fullri lengd. Control fjallar um líf, list og dauða Ian Curtis, forsprakka Joy Division. „Myndin var rómuð fyrir næmni, trega og fágun—ekki bara sem tónlistarmynd, heldur sem hugleiðing um sköpun, frægð og frama í skugga þunglyndis,“ segir í tilkynningunni, en myndin verður sýnd á RIFF. Í kjölfarið gerði hann The American, með George Clooney í aðalhlutverki og A Most Wanted Man, sem var síðasta mynd stórleikarans Philip Seymour Hoffman. RIFF hefst 25. september og stendur yfir til 5. október. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. „Anton Corbijn, heiðursgestur RIFF 2025, er einn áhrifamesti ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður síðustu áratuga, og hefur með einstakri nálgun sinni endurmótað tengsl ljósmyndar, tónlistar og kvikmynda. Hann fæddist í Hollandi árið 1955 og er hvað þekktastur fyrir hráar og persónulegar ljósmyndir af tónlistarfólki—myndir sem líkjast frekar samtali en uppstilltum portrettum. En list hans nær langt út fyrir ljósmyndina: hann hefur leikstýrt mörgum af eftirminnilegustu tónlistarmyndböndum síðustu 40 ára og þróað með sér sérstakan stíl í kvikmyndagerð þar sem myndmálið og stemningin eru í aðalhlutverki,“ segir í tilkynningunni. Corbijn hefur tekið ljósmyndir af meðlimum heimsfrægra hljómsveita á borð við Joy Division, og Echo & the Bunnymen. Þá hefur hann starfað mikið með Depeche Mode og U2 Árið 2007 kom út fyrsta kvikmynd Corbijn í fullri lengd. Control fjallar um líf, list og dauða Ian Curtis, forsprakka Joy Division. „Myndin var rómuð fyrir næmni, trega og fágun—ekki bara sem tónlistarmynd, heldur sem hugleiðing um sköpun, frægð og frama í skugga þunglyndis,“ segir í tilkynningunni, en myndin verður sýnd á RIFF. Í kjölfarið gerði hann The American, með George Clooney í aðalhlutverki og A Most Wanted Man, sem var síðasta mynd stórleikarans Philip Seymour Hoffman. RIFF hefst 25. september og stendur yfir til 5. október.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira