Innlent

Tollarnir sem bíta nú þegar, sögu­legur fundur og fjár­sjóður

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Leiðtogar Evrópusambandsríkja segja það vera Úkraínumanna að ákveða örlög. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra í aðdraganda sögulegs fundar Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta. Sérfræðingur í alþjóðamálum mætir í myndver og ræðir mögulega niðurstöðu fundarins.

Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Við skoðum gripinn sem hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir.

Þá sjáum við myndir frá hitabylgjunni í Evrópu, kíkjum á gæfan mink sem heldur sig við Elliðaárnar og sjáum líklega fjölbreyttasta rósagarð landsins. Auk þess verðum við í beinni með veðurfræðingi og spyrjum hvort haustið sé mætt til landsins.

Í Sportpakkanum heyrðum við í Dagbjarti Sigurbrandssyni sem vann langþráðan Íslandsmeistaratitil á dögunum og í Íslandi í dag hittir Vala Matt fatahönnuð sem kennir nú hönnun á byltingarkenndu netnámskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×