Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 23:31 Ekki lengur fyrirliði. AP Photo/Manu Fernandez Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Nú hefur fyrirliðabandið verið tekið af honum, allavega um tíma. Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn