Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 10:25 Úlfar Jónsson býr sig undir að slá fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025. golf.is Íslandsmótið i golfi 2025 hófst í morgun. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, setti mótið með formlegum hætti. Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari, sló fyrsta högg mótsins í logninu á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Úlfar varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1986, þá 17 ára gamall. Hann er enn í dag sá yngsti til að verða Íslandsmeistari karla í golfi. Á næstu sex árunum bætti Úlfar við sig fimm Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, og sótti því alls sex titla á árunum 1986-1992. Úlfar starfaði sem landsliðsþjálfari í fimm ár, en lét af störfum árið 2016 til að sinna sínu aðalstarfi sem íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Á tíma hans sem landsliðsþjálfari var mörgum markmiðum náð, og má þar helst nefna að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu. Árið 2019 var Úlfar sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands, sem er bæði viðurkenning fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og hans farsæla golfferil. Karen Sævarsdóttir, sem sló fyrsta höggið 2024, var einnig viðstödd setningu mótsins, ásamt mörgum af stólpum íslensku golfhreyfingarinnar. Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari, sló fyrsta högg mótsins í logninu á Hvaleyrarvelli. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Úlfar varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1986, þá 17 ára gamall. Hann er enn í dag sá yngsti til að verða Íslandsmeistari karla í golfi. Á næstu sex árunum bætti Úlfar við sig fimm Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, og sótti því alls sex titla á árunum 1986-1992. Úlfar starfaði sem landsliðsþjálfari í fimm ár, en lét af störfum árið 2016 til að sinna sínu aðalstarfi sem íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Á tíma hans sem landsliðsþjálfari var mörgum markmiðum náð, og má þar helst nefna að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu. Árið 2019 var Úlfar sæmdur gullmerki Golfsambands Íslands, sem er bæði viðurkenning fyrir störf hans í þágu íþróttarinnar og hans farsæla golfferil. Karen Sævarsdóttir, sem sló fyrsta höggið 2024, var einnig viðstödd setningu mótsins, ásamt mörgum af stólpum íslensku golfhreyfingarinnar.
Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira