Leðurblökur að trufla handboltafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 15:02 Leðurblökurnar eiga sinn samastað en danska handboltafélagið vill fleiri bílastæði í kringum höllina. Getty/Patrick Süphke/ Soumyabrata Roy Danska handboltafélagið Aalborg Håndbold er í fremstu röð og vinsælt á norður Jótlandi. Leikir liðsins eru vel sóttir en vinsældirnar skapa bílastæðavandræði og lausn á þeim er ekki sjáanleg vegna náttúruverndarsjónarmiða. Gestir á leikjum Álaborgarliðsins þurfa nú að leggja bílum sínum á grasflötum og þar sem þeir koma bílunum sinum í kringum Sparekassen höllina með allri þeirri hættu og því ónæði sem það skapar. Félagið hafði fundið lausn í samstarfi við borgaryfirvöld í Álaborg og það var búið að skipuleggja nýtt bílastæði fyrir fjögur hundruð bíla. Álaborgarfólk þurfti hins vegar að hætta við þau plön vegna náttúruverndarsjónarmiða og ástæðan eru leðurblökur sem búa á svæðinu. Danska ríkisútvarpið segir frá. Reglur Evrópusambandsins eru þannig að borgaryfirvöldum ber skylda að passa upp á svæði þar sem dýr eins og leðurblökur hafa komið sér vel fyrir á. Borgaryfirvöld eru enn að leita að lausn og það kemur til greina að reyna tæla leðurblökurnar inn á önnur svæði með því að koma þeim fyrir í svokölluðum leðurblökuhótelum. „Við erum að reyna að gera svæði í nágrenninu aðlagandi fyrir þær svo að þær verði þar frekar en hér. Vandamálið er að þær eru með vængi og það er erfitt að koma í veg fyrir að þær fljúgi bara í burtu,“ sagði borgarfulltrúinn Jan Nymark Thaysen við TV 2 Nord. Sparekassen Danmark Arena tekur 5.500 manns á handboltaleikjum en það fara líka fram aðrar íþróttir og tónlistarviðburðir í höllinni. Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Gestir á leikjum Álaborgarliðsins þurfa nú að leggja bílum sínum á grasflötum og þar sem þeir koma bílunum sinum í kringum Sparekassen höllina með allri þeirri hættu og því ónæði sem það skapar. Félagið hafði fundið lausn í samstarfi við borgaryfirvöld í Álaborg og það var búið að skipuleggja nýtt bílastæði fyrir fjögur hundruð bíla. Álaborgarfólk þurfti hins vegar að hætta við þau plön vegna náttúruverndarsjónarmiða og ástæðan eru leðurblökur sem búa á svæðinu. Danska ríkisútvarpið segir frá. Reglur Evrópusambandsins eru þannig að borgaryfirvöldum ber skylda að passa upp á svæði þar sem dýr eins og leðurblökur hafa komið sér vel fyrir á. Borgaryfirvöld eru enn að leita að lausn og það kemur til greina að reyna tæla leðurblökurnar inn á önnur svæði með því að koma þeim fyrir í svokölluðum leðurblökuhótelum. „Við erum að reyna að gera svæði í nágrenninu aðlagandi fyrir þær svo að þær verði þar frekar en hér. Vandamálið er að þær eru með vængi og það er erfitt að koma í veg fyrir að þær fljúgi bara í burtu,“ sagði borgarfulltrúinn Jan Nymark Thaysen við TV 2 Nord. Sparekassen Danmark Arena tekur 5.500 manns á handboltaleikjum en það fara líka fram aðrar íþróttir og tónlistarviðburðir í höllinni.
Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira