„Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2025 23:01 Fyrirliðinn Pontus gegn RFS í síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. EPA/ANDREAS HILLERGREN Íslendingalið Malmö tekur á þriðjudag á móti FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeild Evrópu. Það andar köldu á milli nágrannaliðanna og hefur reynsluboltinn Pontus Jansson hellt olíu á eldinn. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í þessum löndum má með sanni segja að Malmö og FC Kaupmannahöfn séu stærstu félögin í sínu landi. Raunar má færa ágætis rök fyrir því að um sé að ræða stærstu félög Norðurlanda þó norska liðið Bodö/Glimt hafi náð undraverðum árangri á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkir fyrir einvígi liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Reikna má með troðfullum leikvöngum og miklum látum. Leikmenn FCK hafa þegar talað um að leikurinn í Malmö verði eins og að spila í Bröndby nema í staðinn fyrir gult og blátt verður allt ljósblátt. Hinn 34 ára gamli Pontus, sem lék á Englandi með Leeds United og Brentford frá 2016-2023, ræddi við fjölmiðla fyrir leik þriðjudagsins. Þar viðurkenndi hann hreinlega að sér væri illa við FCK. „Það er Malmö FF fyrir mig. Mín ástríða fyrir Malmö FF byggist á 120 ára sögu og hefðum félagsins. FCK er kannski … hvað getur maður sagt? Eitthvað annað,“ sagði Pontus og átti þar með við þá staðreynd að FCK var stofnað árið 1992. Pontus hrósaði þó FCK fyrir það sem liðið hefði afrekað frá stofnun sinni en sagðist ekki tengja við félagið á neinn hátt. Den här tiden imorgon. pic.twitter.com/786yx0csWu— Malmö FF (@Malmo_FF) August 4, 2025 Liðin mætast annað kvöld og það er aldrei að vita nema Daníel Tristan Guðjohnsen eða Arnór Sigurðsson fái mínútur í liði Malmö. Rúnar Alex Rúnarsson er enn meiddur og verður ekki í leikmannahóp FCK.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn