Fótbolti

Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Marcus Rashford komst á blað fyrir Börsunga.
Marcus Rashford komst á blað fyrir Börsunga. Koji Watanabe/Getty Images

Marcus Rashford skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona, fimmta markið í 5-0 sigri gegn Daegu FC.

Þetta var þriðji æfingaleikur Barcelona, sem fór til Japan og Suður-Kóreu á undirbúningstímabilinu.

Rashford hefur spilað seinni hálfleikinn í þeim leikjum, fyrst á vinstri kantinum en síðan hefur hann leyst framherjastöðuna í síðustu tveimur leikjum.

Börsungar fóru létt með alla leikina og unnu stóra sigra. 5-0 varð niðurstaðan í dag gegn Daegu FC í Suður-Kóreu.

Lamine Yamal lagði fyrsta markið upp fyrir Gavi, sem skoraði líka þriðja markið eftir að Robert Lewandowski hafði tvöfaldað forystuna.

Toni Fernández skoraði svo í seinni hálfleik áður en Rashford setti fimmta markið. Báðir með sín fyrstu mörk fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×