Fótbolti

Hundur beit fyrrum leik­mann Barcelona í punginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carles Perez í leik með Barcelona fyrir nokkrum árum síðan. Hann vann sig upp í aðalliðið en enitst ekki lengi þar.
Carles Perez í leik með Barcelona fyrir nokkrum árum síðan. Hann vann sig upp í aðalliðið en enitst ekki lengi þar. Getty/Quality Sport Images

Það getur verið hættulegt að fara út með hundinn sinn. Því fékk spænski knattspyrnumaðurinn Carles Pérez heldur betur að kynnast.

Pérez endaði á sjúkrahúsi eftir síðustu ferð sína út með hundinn.

Hinn 27 ára gamli Pérez er nú leikmaður Aris í Grikklandi en hann er þar á láni frá Celta.

Spænska blaðið Marca segir frá óförum hans í Grikklandi. Hann fór út að ganga með hundinn þegar annar hundur kom að og hundunum tveimur lenti saman.

Pérez reyndi að stilla til friðar og koma þeim í burtu en það endaði ekki betur en að hann var bitinn í punginn.

Pérez meiddist talsvert á viðkvæmum stað og var fluttur á sjúkrahús. Meiðslin eru ekki lífshættuleg en hann þurfti að gangast undir aðgerð og það voru saumuð sex spor á nárasvæðinu.

Það er búist við því að Pérez verði ekki mikið með sínu liði á næstunni enda þarf hann dágóðan tíma til að jafna sig.

Pérez er þekktastur fyrir að spila með Barcelona. Hann kom upp um unglingastarfið og spilaði með b-liðinu og svo aðalliðinu á 2019-20 tímabilinu. Hann fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Celta á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×