Innlent

Í­trekað of­beldi, skelfdur Ís­lendingur eftir skjálfta og padel-æði

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau endurtekið ofbeldi. Hálfbróðir konunnar krefst þess að hún verði svipt erfðarétti sínum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Einn stærsti skjálfti sögunnar reið yfir í nótt og flóðbylgjuviðvaranir voru víða gefnar út. Við ræðum við Íslending sem er staddur við eyju í Kyrrahafi og segist hafa fyllst skelfingu við tíðindin. Þá mætir fagstjóri jarðskjálftavár í myndver og fer yfir stöðuna.

Við kíkjum einnig á Nýja-Landspítalann og hittum arkitekt sem blæs á gagnrýni á útlit hans en telur staðsetninguna út úr kortinu. Spítalinn er nú að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning og við skoðum framkvæmdirnar.

Þá kynnum við okkur Padel-æði sem gengur nú yfir landið, hittum bónda sem hefur komið sér upp rússnesku herflugvélarflaki á jörð sinni í von um að laða að ferðamenn, sjáum myndir frá fjölsóttri líkfylgd rokkarans Ozzy Osbourne og kynnum okkur spána fyrir Verslunarmannahelgina sem virðist vera að skána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×