Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 18:31 Frá leik HB Ludwigsburg og Vipers Kristiansand í Meistaradeildinni í handbolta en þau er núna bæði farin á hausinn. Getty/Marco Wolf Þýska handboltafélagið HB Ludwigsburg hefur lýst sig gjaldþrota og verður annað stóra kvennahandboltaliðið sem lendir í slíkum hremmingum á árinu 2025. Ludwigsburg fer því miður sömu leið og norska stórliðið Vipers Kristiansand sem varð gjaldþrota í upphafi ársins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Fyrirtækið sem rak þýska félagið hafði áður sótt um gjaldþrotaskipti fyrr í vikunni en nú reyna menn allt til að missa ekki besta lið Þýskalands. Við erum nefnilega ekki að tala um hvaða lið sem er heldur varð Ludwigsburg tvöfaldur meistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Ludwigsburg á því að keppa í Meistaradeildinni á komandi tímabili en nú er mikil óvissa í kringum framtíð þess. Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi þá mun Ludwigsburg halda áfram á meðan fjárhagsmál þess eru skoðuð betur. Það er verið að leita allra leiða til að bjarga félaginu alveg eins og var reynt með Vipers Kristiansand sem hafði unnið Meistaradeildina margoft árin fyrir gjaldþrot. „Fjárhagsmál félagsins eru þrungin spennu en liðið hefur engu að síður byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil eins og planið var. Okkar markmið er að Ludwigsburg geti haldið áfram sem stór klúbbur í kvennahandboltanum,“ sagði Holger Leichtle, fjárvörslumaður félagsins. HB Ludwigsburg var stofnað árið 1997. Félagið hefur orðið þýskur meistari síðustu fjögur ár og sex sinnum samanlagt. Félagið vann bikarkeppnina í fjóra sinn á fimm árum síðasta vetur. Besti árangur félagsins í Meistaradeildinni er annað sætið árið 2024 en félagið vann Evrópudeildina 2022. Með liðinu spila leikmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Ungverjalandi, Spáni, Slóveníu, Póllandi og Danmörku, Þýski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ludwigsburg fer því miður sömu leið og norska stórliðið Vipers Kristiansand sem varð gjaldþrota í upphafi ársins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Fyrirtækið sem rak þýska félagið hafði áður sótt um gjaldþrotaskipti fyrr í vikunni en nú reyna menn allt til að missa ekki besta lið Þýskalands. Við erum nefnilega ekki að tala um hvaða lið sem er heldur varð Ludwigsburg tvöfaldur meistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Ludwigsburg á því að keppa í Meistaradeildinni á komandi tímabili en nú er mikil óvissa í kringum framtíð þess. Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi þá mun Ludwigsburg halda áfram á meðan fjárhagsmál þess eru skoðuð betur. Það er verið að leita allra leiða til að bjarga félaginu alveg eins og var reynt með Vipers Kristiansand sem hafði unnið Meistaradeildina margoft árin fyrir gjaldþrot. „Fjárhagsmál félagsins eru þrungin spennu en liðið hefur engu að síður byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil eins og planið var. Okkar markmið er að Ludwigsburg geti haldið áfram sem stór klúbbur í kvennahandboltanum,“ sagði Holger Leichtle, fjárvörslumaður félagsins. HB Ludwigsburg var stofnað árið 1997. Félagið hefur orðið þýskur meistari síðustu fjögur ár og sex sinnum samanlagt. Félagið vann bikarkeppnina í fjóra sinn á fimm árum síðasta vetur. Besti árangur félagsins í Meistaradeildinni er annað sætið árið 2024 en félagið vann Evrópudeildina 2022. Með liðinu spila leikmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Ungverjalandi, Spáni, Slóveníu, Póllandi og Danmörku,
Þýski handboltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira