Íslenski boltinn

Andrea Rán semur við FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Rán Hauksdóttir í leik með íslenska landsliðinu í febrúar.
Andrea Rán Hauksdóttir í leik með íslenska landsliðinu í febrúar. Getty/Alex Nicodim

FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili.

FH hefur einnig gengið frá samningum við Thelmu Lóu Hermannsdóttur og Macy Elizabeth Enneking.

Andrea Rán var einn allra besti leikmaður FH síðasta sumar áður en hún fór út í atvinnumennsku til Bandaríkjanna með liði Tampa Bay Sun. Hún hefur verið í kringum íslenska landsliðið síðustu ár og mun væntanlega styrkja miðju FH mikið með yfirsýn sinni og reynslu.

Thelma Lóa spilaði þrjá leiki með FH í Bestu deildinni síðasta sumar. Yngri systir hennar, Ída Marín, spilar með FH.

Macy Enneking er 23 ára markvörður sem átti frábæran feril með Iowa Hawkeyes í bandaríska háskólaboltanum. FH missti markverði sína í meiðsli og þurfti að plata Söndru Sigurðardóttur til að taka takkaskóna af hillunni í síðustu leikjum sínum fyrir EM-fríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×