Innlent

Mál­sókn Grind­víkinga, heimóttarskapur og heim­koma í beinni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu.

Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins staðfesti í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn virk. Við ræðum málið við ráðherra sem segir að ákvörðun um inngöngu sé undir þjóðinni komin.

Þá kíkjum við á íþróttanámskeið fyrir hreyfihömluð börn þar sem þau prófuðu allt frá hjólastólarugby til badminton og tökum á móti Bergi sem hefur verið á göngu um hálendið til styrktar Píeta. Auk þess hittir Magnús Hlynur forseta Íslands og ræðir við hana um íslenska fjárhundinn og við hittum hlaupadrottninguna Andreu Kolbeinsdóttur sem vann Laugavegshlaupið fimmta árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×