„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 08:22 Guðrún Arnardóttir lék 150 leiki fyrir Rosengård og skoraði í þeim þrettán mörk sem er mjög gott fyrir miðvörð sem tekur ekki víti. Getty/Jonathan Nackstrand Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið. Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Guðrún hefur talað um það að komast í sterkari deild og hrista aðeins upp í hlutunum sem hún er einmitt að gera núna. Guðrún ræddi tíma sinn hjá Rosengård í kveðjuviðtali á heimasíðu félagsins. Hún er búin að spila 150 leiki fyrir félagið á fjórum tímabilum. Á heimasíðunni er Guðrúnu hrósað fyrir að vera lykilleikmaður í vörn liðsins og öflugur leiðtogi bæði innan sem utan vallar. Lærði svo mikið „Þessi klúbbur skiptir mig svo miklu máli. Þetta hafa verið frábær ár hjá FCR og strax frá byrjun leið mér eins og heima hjá mér. Ég lærði svo mikið á þessum árum og þroskaðist sem bæði leikmaður og manneskja. Ég hitti ótrúlegt fólk og þau urðu góðir vinir mínir,“ sagði Guðrún í viðtali á heimasíðu Rosengård. Hún segir ein besta minningin sé þegar hún vann fyrsta meistaratitil sinn með félaginu árið 2021. Hún nefnir líka síðasta sumar sem var frábært tímabil hjá bæði henni og öllu Rosengård liðinu sem vann sænska titilinn afar sannfærandi. Guðrún varð þá sænskur meistari með félaginu í þriðja sinn. Mikill heiður að bera bandið „Að fá að bera fyrirliðabandið var mikill heiður fyrir mig en það má kannski segja að það sé táknmynd þess hvernig málin hafa þróast hjá mér á þessum árum hér. Allir hafa stutt svo vel við bakið á mér og hjálpað mér að vera leikmaðurinn og leiðtoginn sem ég er í dag,“ sagði Guðrún. „Ég hef verið í Svíþjóð í sex ár og þekki orðið nokkuð vel inn á deildina og liðin hér. Á sama tíma er ég ekkert að verða neitt yngri. Mér fannst þetta vera því rétti tíminn fyrir nýja áskorun,“ sagði Guðrún. Góður tími fyrir þetta skref „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið. Ég tel að þetta sér góður tími á mínum ferli til að taka það skref,“ sagði Guðrún en hún er 29 ára gömul. „Ég hlakka mikið til að stíga út í óvissuna og tel að ég geti þróað minn leik enn frekar með því að spila í allt annars konar fótboltamenningu. Líka sem manneskja að fá að upplifa allt annað umhverfi. Vonandi læri ég nýtt tungumál í leiðinni,“ sagði Guðrún. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard)
Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira