„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 12:33 Höskuldur á von á opnari leik og segir Blikana verða að sýna hugrekki og spila fram á við. vísir / arnar Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn