„Það var engin taktík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. júlí 2025 22:02 Guðjón Þórðarson var ekki parhrifinn af spilamennsku íslenska landsliðsins á EM Nordic Photos/Getty Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni. Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira