Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins fékk flestar sendingar og gaf flestar sendingar í íslenska liðinu á Evrópumótinu. Getty/Pat Elmont Hverjar sköruðu fram úr í tölfræðinni hjá íslenska liðinu á EM? Vísir skoðaði aðeins opinberu tölfræðina frá riðlakeppni EM í Sviss. Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira