Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir vann leik sem þjálfari belgíska landsliðsins á EM í Sviss. Ólafur Kristjánsson hefur gert góða hluti með Þrótt í Bestu deild kvenna undanfarin ár. Getty/Alexander Hassenstein/Vísir/Anton Brink Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira