Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 13:01 Sveindís Jane Jónsdóttir mætir til leiks í leikinn á móti Noregi í gær. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira