„Það var köld tuska í andlitið“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. júlí 2025 22:35 Hlín í þann mund að skora annað mark Íslands í leiknum Vísir/Getty Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira