Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 14:43 Ingibjörg Sigurðardóttir segir leikmenn hafa verið sammála um að æfa frekar í Thun en að taka æfingu á Wankdorf-leikvanginum í Bern. vísir/Anton Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira