Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 10:01 Agla María hér á æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik á EM gegn Finnlandi á dögunum Vísir/Anton Brink Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira