Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 09:03 Sandra María Jessen hefur raðað inn mörkum í Bestu deildinni í gegnum árin og einnig spilað þýsku bundesligunni. vísir/Anton Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. Sandra gat ekki spilað á EM fyrir þremur árum því þá var hún nýbúin að eignast barn og þó að hún hafi verið með á EM 2017 þá hafði hún slitið krossband í hné sama ár. Þrítug að aldri er hún núna mætt til Sviss í stóru hlutverki. Fjallað var um þetta í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld, eins og sjá má hér að neðan. „Það er mjög margt búið að gerast síðan árið 2017, þegar ég fór síðast á stórmót. Búin að eignast eina stelpu og ganga í gegnum erfið meiðsli, mikið af hólum og hæðum. Búin að fara út í atvinnumennsku og koma aftur heim. Það er ýmislegt sem er komið núna í reynslubankann sem mun nýtast manni vel núna. Þekkingin frá því að hafa verið á stórmóti hjálpar manni líka klárlega til að róa taugarnar og komast í gegnum svona stórmót, og njóta þess meira en maður kannski gerði á sínu fyrsta móti,“ sagði Sandra við hótel landsliðsins í gær, við Thun-vatnið. Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum. Hún hefur á EM veitt viðtöl hvort sem er á íslensku, þýsku eða ensku.Getty/Aitor Alcalde Þessi mikli markahrókur hóf leik gegn Finnum á miðvikudag í fremstu víglínu Íslands. Þetta stórmót er því alls ólíkt EM 2017 þegar Sandra var nýskriðin upp úr meiðslum: „Það var svona aðeins öðruvísi hlutverk sem að maður var í þá. Maður var fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa náð sér af meiðslunum, komið sér á stórmót og rosalega mikil forréttindi að hafa fengið að spila, komið inná í einum leik. En núna er maður meira í sínu toppstandi, búinn að leggja mikið á sig til að komast hingað og vera að toppa. Það er rosalega gaman að vera hérna og hafa strax í fyrsta leik fengið stórt hlutverk. Ég er rosalega spennt og trúi og vona að þetta verði mitt mót,“ sagði Sandra. Fengu frídag: „Örugglega mjög gott fyrir alla“ Sandra og aðrir leikmenn íslenska liðsins fengu frídag daginn eftir tapið gegn Finnum, þar sem þær gátu fengið að verja tíma með fjölskyldu eftir stífa törn að undanförnu. Það var kærkomið, fyrir átökin sem brátt taka við með leikjum við Sviss á morgun og við Noreg á fimmtudaginn. „Við vorum hér [við hótelið] í smátíma og fórum svo bara niður í bæ, í Thun, og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir. „Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ bætti Sveindís við. Katla Tryggvadóttir tók í sama streng: „Ég hitti fjölskylduna mína, sem var mjög gott. Sérstaklega þegar maður býr í útlöndum og hittir þau ekkert alltaf, þannig að það var mjög gott að geta hitt þau.“ „Foreldrar mínir komu hérna á hótelið og svo fórum við eitthvað í bæinn. Þetta var bara mjög góður dagur,“ sagði Agla María Albertsdóttir og Sandra María var sammála því: „Við hittum forsetann og fengum mjög góða ræðu frá henni, hvetjandi orð sem að við tökum með í næstu verkefni. Síðan tókum við góða æfingu og fórum aðeins yfir málin, og áttum svo góðan fjölskyldudag með okkar nánustu sem nærði vel sálina og gerði rosa gott fyrir næstu daga. Fjölskyldurnar voru velkomnar að koma frá klukkan tvö, kaffi og léttar veitingar í boði. Fólkið okkar var hérna og það var verið að spila létta leiki og kynnast. Pínu að fagna og hafa gaman saman sem ég held að gefi okkur aukaorku í verkefnin sem eru fram undan,“ sagði Sandra María. Sandra María Jessen á ferðinni í fyrsta leik á EM, gegn Finnum.Getty/Florencia Tan Jun Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Sandra gat ekki spilað á EM fyrir þremur árum því þá var hún nýbúin að eignast barn og þó að hún hafi verið með á EM 2017 þá hafði hún slitið krossband í hné sama ár. Þrítug að aldri er hún núna mætt til Sviss í stóru hlutverki. Fjallað var um þetta í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöld, eins og sjá má hér að neðan. „Það er mjög margt búið að gerast síðan árið 2017, þegar ég fór síðast á stórmót. Búin að eignast eina stelpu og ganga í gegnum erfið meiðsli, mikið af hólum og hæðum. Búin að fara út í atvinnumennsku og koma aftur heim. Það er ýmislegt sem er komið núna í reynslubankann sem mun nýtast manni vel núna. Þekkingin frá því að hafa verið á stórmóti hjálpar manni líka klárlega til að róa taugarnar og komast í gegnum svona stórmót, og njóta þess meira en maður kannski gerði á sínu fyrsta móti,“ sagði Sandra við hótel landsliðsins í gær, við Thun-vatnið. Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum. Hún hefur á EM veitt viðtöl hvort sem er á íslensku, þýsku eða ensku.Getty/Aitor Alcalde Þessi mikli markahrókur hóf leik gegn Finnum á miðvikudag í fremstu víglínu Íslands. Þetta stórmót er því alls ólíkt EM 2017 þegar Sandra var nýskriðin upp úr meiðslum: „Það var svona aðeins öðruvísi hlutverk sem að maður var í þá. Maður var fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa náð sér af meiðslunum, komið sér á stórmót og rosalega mikil forréttindi að hafa fengið að spila, komið inná í einum leik. En núna er maður meira í sínu toppstandi, búinn að leggja mikið á sig til að komast hingað og vera að toppa. Það er rosalega gaman að vera hérna og hafa strax í fyrsta leik fengið stórt hlutverk. Ég er rosalega spennt og trúi og vona að þetta verði mitt mót,“ sagði Sandra. Fengu frídag: „Örugglega mjög gott fyrir alla“ Sandra og aðrir leikmenn íslenska liðsins fengu frídag daginn eftir tapið gegn Finnum, þar sem þær gátu fengið að verja tíma með fjölskyldu eftir stífa törn að undanförnu. Það var kærkomið, fyrir átökin sem brátt taka við með leikjum við Sviss á morgun og við Noreg á fimmtudaginn. „Við vorum hér [við hótelið] í smátíma og fórum svo bara niður í bæ, í Thun, og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir. „Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ bætti Sveindís við. Katla Tryggvadóttir tók í sama streng: „Ég hitti fjölskylduna mína, sem var mjög gott. Sérstaklega þegar maður býr í útlöndum og hittir þau ekkert alltaf, þannig að það var mjög gott að geta hitt þau.“ „Foreldrar mínir komu hérna á hótelið og svo fórum við eitthvað í bæinn. Þetta var bara mjög góður dagur,“ sagði Agla María Albertsdóttir og Sandra María var sammála því: „Við hittum forsetann og fengum mjög góða ræðu frá henni, hvetjandi orð sem að við tökum með í næstu verkefni. Síðan tókum við góða æfingu og fórum aðeins yfir málin, og áttum svo góðan fjölskyldudag með okkar nánustu sem nærði vel sálina og gerði rosa gott fyrir næstu daga. Fjölskyldurnar voru velkomnar að koma frá klukkan tvö, kaffi og léttar veitingar í boði. Fólkið okkar var hérna og það var verið að spila létta leiki og kynnast. Pínu að fagna og hafa gaman saman sem ég held að gefi okkur aukaorku í verkefnin sem eru fram undan,“ sagði Sandra María. Sandra María Jessen á ferðinni í fyrsta leik á EM, gegn Finnum.Getty/Florencia Tan Jun
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira