Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 21:12 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir faðmar Glódísi Perlu Viggósdóttur í svekkelsinu eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira