Fótbolti

Frá­bærar myndir af glöðum Ís­lendingum á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Dóttir Natöshu Anasi verður með glæsilegt spjald í stúkunni.
Dóttir Natöshu Anasi verður með glæsilegt spjald í stúkunni. vísir/Anton

Mikill fjöldi Íslendinga naut sín í sólinni á stuðningsmannasvæðinu í Thun í Sviss í dag, fyrir fyrsta leik Íslands á EM kvenna í fótbolta. Ljósmyndarinn Anton Brink fangaði stemninguna með frábærum myndum.

Stuðningsmennirnir gátu notið ýmis konar afþreyingar, svalað þorstanum og fylgst með brimbrettafólki sýna tilþrif í ánni sem rennur um bæinn.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, var á meðal gesta og ungir sem aldnir nutu þess að hita upp áður en alvaran tekur nú við þegar leikur Íslands og Finnlands hefst.

Myndir frá stuðningsmannasvæðinu má sjá hér að neðan.

Ungar stelpur sýndu frábær tilþrif í sérstöku fótboltapílukasti.vísir/Anton

Tólfan er mætt til Thun.vísir/Anton

Stuðningsmenn nutu sólarinnar sem var reyndar ansi sterk í dag.vísir/Anton

Sumir höfðu náð sér í blævængi.vísir/Anton

vísir/Anton

vísir/Anton

vísir/Anton

Þessi var búinn að skreyta skallann fallega.vísir/Anton

Fólk einbeitt við fussball-borðið.vísir/Anton

Það eru alls konar leiðir til að verjast sólinni.vísir/Anton

Finnar reynast vonandi ekki eitthvað bananahýði fyrir stelpurnar okkar.vísir/Anton

Fólk var brosandi og létt í bragði fyrir leik. Vonandi heldur gleðin áfram næstu vikurnar.vísir/Anton

Eunice Quason, mamma Sveindísar, er með hárleikinn upp á tíu alveg eins og dóttir hennar.vísir/Anton

Svona á að gera þetta!vísir/Anton

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×