Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:55 Formaður Fjölskylduhjálpar segir ekkert annað vera í stöðunni. Skjáskot/Sýn Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira