Fótbolti

Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Ís­lands á EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson glaðbeitt á blaðamannafundinum í Thun í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson glaðbeitt á blaðamannafundinum í Thun í dag. vísir/Anton

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM í fótbolta, gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Upptöku af fundinum má nú sjá á Vísi.

Ísland hefur vegferð sína á EM á morgun gegn Finnlandi á Stockhorn leikvanginum í Thun í leik sem hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma. Auk Íslands og Finnlands eru lið Sviss og Noregs í A-riðli.

Þrátt fyrir að leikurinn á morgun sé sá fyrsti hjá liðunum í riðlakeppninni er mikilvægi góðra úrslita í honum gífurlegt eins og fram kom í máli Þorsteins í dag.

Allir leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn á morgun.

Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn

Stelpurnar okkar verða dyggilega studdar á Evrópumótinu í fótbolta sem nú fer að hefjast í Sviss. Fæstir stuðningsmenn verða á fyrsta leik, við Finna á morgun, en þó má búast við á annað þúsund Íslendingum. Tólfan verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð

Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins.

EM í dag: Ánægju­leg truflun og þungu fargi létt

Nú dregur nær fyrsta leik íslenska landsliðsins í fótbolta á EM í Sviss og spennan fer vaxandi og Íslendingum í Thun fjölgar. í EM í dag verður farið yfir helstu tíðindi í tengslum við þátttöku Íslands á mótinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×