Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 12:02 Guðný Árnadóttir bjó lengi vel í Mílanó og finnst hitinn frábær. vísir / anton brink Skipst hefur á sólskini og skúrum í Sviss, þangað sem íslenska kvennalandsliðið er mætt til leiks á Evrópumótið. Stelpurnar okkar leyfa háum hita ekki að hafa áhrif en tóku rigningu gærdagsins fagnandi þar sem það er engin loftkæling á hóteli liðsins. Stelpurnar okkar halda til í fallegu umhverfi við Thun vatnið, þar sem allt er til alls í afþreyingu. Blíðskaparveður var uppi við þangað til skyndilega í gær, þegar fór að hellirigna. Umhverfið er hið glæsilegasta hjá íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Von er hins vegar á þrjátíu stiga hita og glampandi sól á morgun þegar Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik, klukkan fjögur að íslenskum tíma. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár, er ágætlega vön þessum hita og finnst hann bara æðislegur“ sagði Guðný Árnadóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins sem lék með AC Milan áður en hún fór til sænska félagsins Kristianstad í fyrra. „Það var fínt að fara til Serbíu fyrst og venjast hitanum svolítið. Þannig að við erum orðnar vanar núna“ sagði landsliðskonan Amanda Andradóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók undir. „Það var alvöru hiti og ennþá meiri raka þar, þannig að við erum bara vel stemmdar. Það spila bæði lið í sömu aðstæðum þannig að við getum ekki kvartað“ sagði Karólína. Loftkælingarlaust hótel Engin loftkæling er á hótelinu í Gunten, smábæ við Thun vatnið, þar sem stelpurnar okkar gista. „Það eru alls konar leiðir sem við erum að nota til að ná í einhvern kulda. Svo er veðrið ekkert spes núna þannig að við fögnum því“ sagði Karólína Lea um lífið án loftkælingar. Fjallað var um veður og vinda við Thun vatnið í Sviss í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Stelpurnar okkar halda til í fallegu umhverfi við Thun vatnið, þar sem allt er til alls í afþreyingu. Blíðskaparveður var uppi við þangað til skyndilega í gær, þegar fór að hellirigna. Umhverfið er hið glæsilegasta hjá íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Von er hins vegar á þrjátíu stiga hita og glampandi sól á morgun þegar Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik, klukkan fjögur að íslenskum tíma. „Ég bjó á Ítalíu í þrjú og hálft ár, er ágætlega vön þessum hita og finnst hann bara æðislegur“ sagði Guðný Árnadóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins sem lék með AC Milan áður en hún fór til sænska félagsins Kristianstad í fyrra. „Það var fínt að fara til Serbíu fyrst og venjast hitanum svolítið. Þannig að við erum orðnar vanar núna“ sagði landsliðskonan Amanda Andradóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tók undir. „Það var alvöru hiti og ennþá meiri raka þar, þannig að við erum bara vel stemmdar. Það spila bæði lið í sömu aðstæðum þannig að við getum ekki kvartað“ sagði Karólína. Loftkælingarlaust hótel Engin loftkæling er á hótelinu í Gunten, smábæ við Thun vatnið, þar sem stelpurnar okkar gista. „Það eru alls konar leiðir sem við erum að nota til að ná í einhvern kulda. Svo er veðrið ekkert spes núna þannig að við fögnum því“ sagði Karólína Lea um lífið án loftkælingar. Fjallað var um veður og vinda við Thun vatnið í Sviss í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira