Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júlí 2025 08:01 Dyljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska landsliðinu og hefur lagt allt í sölurnar til þess að ná mótinu í Sviss Vísir/Anton Brink Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. „Ólýsanleg tilfinning. Stolt og þakklát fyrir að vera hérna og fá að upplifa þetta,“ segir Diljá og framundan fyrsta stórmótið á EM í Sviss þar sem Ísland hefur leik gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Draumur að rætast. „Já klárlega. Þetta er það sem að maður hefur verið að vinna að, að vera í landsliðinu og þvílíkur heiður að fá að taka þátt í svona. Draumur að rætast.“ Klippa: Mörg gleðitár sem féllu Krefjandi meiðslatímabil hélt Diljá lengi vel frá fótboltavellinum og missti hún þar af leiðandi af landsliðsverkefnum. Hún efaðist sjálf á ákveðnum tímapunkti um það hvort EM draumurinn yrði að veruleika. „Það kom alveg tími þar sem að ég var ekkert svo viss. Þetta er búið að vera mjög krefjandi en að sama skapi gerði ég gjörsamlega allt til þess að vera klár og er stolt af mér fyrir að hafa lagt svona hart að mér og náð þessu. Fyrst og fremst bara mjög þakklát fyrir að vera hérna eftir þennan tíma. Frá fyrsta degi var markmiðið alltaf að stefna á EM og vera klár fyrir þetta mót því ég vissi að þetta myndi taka tíma en ég vissi á sama tíma að það væri möguleiki á að vera klár fyrir EM því það var í raun markmiðið, ekki að hugsa um einhverja leiki í deildinni með félagsliðinu eða þar fram eftir götunum. Það hafðist.“ Kallið í EM hópinn kom og út brutust tilfinningar og allt erfiðið skilaði sér í einhverju góðu. „Ég hefði eiginlega verið til í að eiga upptöku af því. Það voru mörg gleðitár, mikil gleði og smá sjokk að maður hefði í alvörunni náð þessu. “ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
„Ólýsanleg tilfinning. Stolt og þakklát fyrir að vera hérna og fá að upplifa þetta,“ segir Diljá og framundan fyrsta stórmótið á EM í Sviss þar sem Ísland hefur leik gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Draumur að rætast. „Já klárlega. Þetta er það sem að maður hefur verið að vinna að, að vera í landsliðinu og þvílíkur heiður að fá að taka þátt í svona. Draumur að rætast.“ Klippa: Mörg gleðitár sem féllu Krefjandi meiðslatímabil hélt Diljá lengi vel frá fótboltavellinum og missti hún þar af leiðandi af landsliðsverkefnum. Hún efaðist sjálf á ákveðnum tímapunkti um það hvort EM draumurinn yrði að veruleika. „Það kom alveg tími þar sem að ég var ekkert svo viss. Þetta er búið að vera mjög krefjandi en að sama skapi gerði ég gjörsamlega allt til þess að vera klár og er stolt af mér fyrir að hafa lagt svona hart að mér og náð þessu. Fyrst og fremst bara mjög þakklát fyrir að vera hérna eftir þennan tíma. Frá fyrsta degi var markmiðið alltaf að stefna á EM og vera klár fyrir þetta mót því ég vissi að þetta myndi taka tíma en ég vissi á sama tíma að það væri möguleiki á að vera klár fyrir EM því það var í raun markmiðið, ekki að hugsa um einhverja leiki í deildinni með félagsliðinu eða þar fram eftir götunum. Það hafðist.“ Kallið í EM hópinn kom og út brutust tilfinningar og allt erfiðið skilaði sér í einhverju góðu. „Ég hefði eiginlega verið til í að eiga upptöku af því. Það voru mörg gleðitár, mikil gleði og smá sjokk að maður hefði í alvörunni náð þessu. “
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira