Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 12:01 Sergio Francisco gæti notað Orra og Mikel Oyarzabal saman inni í vellinum á næsta tímabili. getty Orri Steinn Óskarsson verður aðalframherji Real Sociedad á næsta tímabili ef hann nýtir undirbúningstímabilið vel. Sparnaðarsumar er framundan hjá liðinu og stór kaup ekki væntanleg, en breyting á leikkerfi liðsins líkleg undir nýjum þjálfara. Orri og Mikel Oyarzabal myndu þá ekki berjast um sömu stöðuna lengur. Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan. Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Mundo Deportivo fjallar um hlutverk Orra á næsta tímabili. Þar segir að miklar vonir séu bundnar við dýrasta leikmann í sögu Real Sociedad fyrir næsta tímabil. Hann hafi fengið góðan tíma til að aðlagast spænska boltanum á síðasta tímabili en nú sé tími kominn til að standa undir væntingunum sem fylgja verðmiðanum. Real Sociedad mun spila undir stjórn nýs þjálfara á næsta tímabili, Sergio Francisco tók við aðalliðinu eftir að hafa náð góðum árangri með varaliðinu, af Imanol Alguaciol sem hafði stýrt liðinu síðustu sex ár. Liðið endaði í ellefta sæti á síðasta tímabili og hefur ekki efni á dýrum kaupum í sumar þar sem það missti af Evrópukeppni og fær fjörutíu milljónum evra minna til að eyða en á síðasta tímabili. Stefnan er þó að styrkja liðið eitthvað, Sociedad hefur augastað á varnarmanninum Igor Julio og mun væntanlega leita að nýjum miðjumanni fyrir Martin Zubimendi, sem er á leið til Arsenal. Kaup á nýjum framherja eru hins vegar ekki í kortunum. Orri mun berjast um stöðuna við Mikel Oyarzabal og tvo leikmenn sem eru að snúa aftur úr láni. Á síðasta tímabili þurfti Orri að berjast við fyrirliðann Oyarzabal um framherjastöðuna í 4-1-4-1 leikkerfi en nýi þjálfarinn notaði 4-2-3-1 leikkerfi þegar hann kom varaliðinu upp um deild á síðasta tímabili. Orri þurfti að sitja töluvert á bekknum á síðasta tímabili en það gæti breyst undir nýjum þjálfara. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Oyarzabal gæti því farið niður í sína náttúrulegu stöðu fyrir aftan framherjann og Orri gæti orðið aðalframherji liðsins, ef hann stendur sig vel á undirbúningstímabilinu. Allt eru þetta auðvitað getgátur að svo stöddu en ljóst er að Orri er í kjörstöðu til að komast í stórt hlutverk hjá nýja þjálfaranum og miklar vonir eru bundnar við hann, dýrasta leikmann í sögu félagsins. Umar Sadiq og Carlos Fernández munu einnig berjast um stöðuna en þeir eru báðir að snúa aftur úr láni og ekki eins hátt skrifaðir hjá félaginu fyrir fram. Orri Steinn settist niður með Aroni Guðmundssyni í síðasta landsleikjaglugga og ræddi, meðal annars, hlutverk sitt hjá Real Sociedad á síðasta tímabili. Viðtalið má finna í spilurunum hér fyrir neðan.
Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira