„Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 19:02 Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Sýn og Vísir/Anton Brink Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði félagsins. Opinberir styrkir sem flokkurinn hefur fengið síðustu ár hafa að hluta runnið til styrktarfélagsins Vorstjörnunnar sem meðal annars styrkir Samstöðina. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar, sem hlaut ekki kosningu í framkvæmdastjórn á aðalfundi flokksins á dögunum, segir engan ágreining um málið. „Það voru teknar ákvarðanir í stjórnum flokksins, á sameiginlegum fundi árið 2021. Það var staðfest á félagsfundi þegar kosningastefnuskrá var samþykkt. Síðan hefur þessi ráðstöfun fjármagns verið samþykkt með samþykktum reikninga flokksins á öllum aðalfundum flokksins, nú síðast 24. maí,“ sagði Gunnar Smári í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir fullkomlega eðlilegt að opinberir styrkir renni til félaga utan flokksins og sakar núverandi stjórn um að vilja afturkalla gömul framlög sem búið er að samþykkja. „Nota bene, sem sumt af því fólki sem er nú í stjórnum og núna er með þennan málflutning, samþykkti á sínum tíma.“ Gunnar Smári segir algjörlega liggja ljóst fyrir hvernig ráðstöfunin er á fénu og að þeir sem saki hann um óheiðarleika hafi samþykkt ársreikninga á aðalfundi 24. maí. „Við viljum fara að lögum“ Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Hún segir eðlilegra að félag líkt og Vorstjarnan sé hluti af flokknum og segir Gunnar Smára lélegan tapara. „Hann er persónulega ábyrgur fyrir allri óeiningu í flokknum og ég tel það bara vera dómgreindarskort af honum að stíga ekki bara til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu.“ Sigrún segir núverandi gjaldkera hafa kallað eftir samþykktum um flutning fjármuna frá flokknum en að þær virðist ekki vera til. Hún segir að umboðið sé mjög óljóst og að engir peningar hafi verið til fyrir síðustu kosningar. „Við erum ekki búin að láta Vorstjörnuna fá fyrir þetta ár vegna þess að við sjáum enga samninga fyrir því. Við viljum vera hafin yfir allan vafa, við viljum fara að lögum.“ „Það er eins og þetta fólk hafi enga sómakennd“ Meðlimir nýrrar stjórnar flokksins hafa kallað eftir því að yfirvöld skoði fjármál flokksins. Gunnar Smári segir rógherferð stundaða gegn sér og að ekkert tilefni sé til kæru. Hann segir nýja stjórn vilja taka peningana sjálf. „Það er eins og þetta fólk hafa enga sómakennd. Að þau geti bara haldið áfram einhverjum róg og lygi linnulaust. Ég bara vorkenni því fólki sem asnaðist til að þess að trúa þeim þegar þau töku yfir aðalfundinn og fengu sig kjörna inn í stjórn og svo halda þau áfram þessari rógsherferð. Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð.“ Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16 Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði félagsins. Opinberir styrkir sem flokkurinn hefur fengið síðustu ár hafa að hluta runnið til styrktarfélagsins Vorstjörnunnar sem meðal annars styrkir Samstöðina. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar, sem hlaut ekki kosningu í framkvæmdastjórn á aðalfundi flokksins á dögunum, segir engan ágreining um málið. „Það voru teknar ákvarðanir í stjórnum flokksins, á sameiginlegum fundi árið 2021. Það var staðfest á félagsfundi þegar kosningastefnuskrá var samþykkt. Síðan hefur þessi ráðstöfun fjármagns verið samþykkt með samþykktum reikninga flokksins á öllum aðalfundum flokksins, nú síðast 24. maí,“ sagði Gunnar Smári í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir fullkomlega eðlilegt að opinberir styrkir renni til félaga utan flokksins og sakar núverandi stjórn um að vilja afturkalla gömul framlög sem búið er að samþykkja. „Nota bene, sem sumt af því fólki sem er nú í stjórnum og núna er með þennan málflutning, samþykkti á sínum tíma.“ Gunnar Smári segir algjörlega liggja ljóst fyrir hvernig ráðstöfunin er á fénu og að þeir sem saki hann um óheiðarleika hafi samþykkt ársreikninga á aðalfundi 24. maí. „Við viljum fara að lögum“ Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Hún segir eðlilegra að félag líkt og Vorstjarnan sé hluti af flokknum og segir Gunnar Smára lélegan tapara. „Hann er persónulega ábyrgur fyrir allri óeiningu í flokknum og ég tel það bara vera dómgreindarskort af honum að stíga ekki bara til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu.“ Sigrún segir núverandi gjaldkera hafa kallað eftir samþykktum um flutning fjármuna frá flokknum en að þær virðist ekki vera til. Hún segir að umboðið sé mjög óljóst og að engir peningar hafi verið til fyrir síðustu kosningar. „Við erum ekki búin að láta Vorstjörnuna fá fyrir þetta ár vegna þess að við sjáum enga samninga fyrir því. Við viljum vera hafin yfir allan vafa, við viljum fara að lögum.“ „Það er eins og þetta fólk hafi enga sómakennd“ Meðlimir nýrrar stjórnar flokksins hafa kallað eftir því að yfirvöld skoði fjármál flokksins. Gunnar Smári segir rógherferð stundaða gegn sér og að ekkert tilefni sé til kæru. Hann segir nýja stjórn vilja taka peningana sjálf. „Það er eins og þetta fólk hafa enga sómakennd. Að þau geti bara haldið áfram einhverjum róg og lygi linnulaust. Ég bara vorkenni því fólki sem asnaðist til að þess að trúa þeim þegar þau töku yfir aðalfundinn og fengu sig kjörna inn í stjórn og svo halda þau áfram þessari rógsherferð. Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð.“
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16 Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16
Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53
Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40