Meidd og mætir Íslandi ekki á EM: „Áfall fyrir Noreg“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2025 11:02 Bergsvand í baráttunni við Karólínu Leu í leik liðanna hér heima á Avis vellinum í byrjun apríl Vísir/Anton Brink Norska landsliðskonan í fótbolta, Guro Bergsvand, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Noregs fyrir komandi Evrópumót í fótbolta í Sviss vegna meiðsla. Hún mun því ekki mæta íslenska landsliðinu þar í A-riðli. Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum núna í morgun en Bergsvand er reynslumikill miðvörður sem byrjaði alla leiki norska liðsins í Þjóðadeildinni á þessu ári að undanskildum lokaleiknum gegn Sviss þar sem að hún gat ekki spilað vegna meiðslanna sem hún hafði orðið fyrir í leik nokkrum dögum áður gegn Íslandi. Bergsvand fór meidd af velli gegn Íslandi undir lok síðasta mánaðar í Þjóðadeildinni en hvort að sömu meiðsli og hún hlaut þar séu að halda henni frá þátttöku á EM skal látið ósagt. Þess er hið minnsta ekki getið í yfirlýsingu norska knattspyrnusambandsins. „Þetta er slæmt fyrir norska liðið. Bergsvand hefur verið einn stöðugasti leikmaður norska landsliðsins,“ segir Kristoffer Løkberg, sérfræðingur NRK. „Það er áfall fyrir Noreg að hún verði ekki með.“ Bergsvand hefur leikið stórt hlutverk í varnarlínu Noregs upp á síðkastið og myndað sterkt miðvarðapar með Mathilde Harviken, leikmanni ítalska félagsins Juventus. Inn í norska hópin ní stað Bergsvand kemur hin 24 ára gamla Marthine Østenstad, leikmaður Brann. Noregur er með Íslandi í A-riðli komandi Evrópumóts, liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar þann 10.júlí næstkomandi en þar mun norska liðið ekki geta reitt sig á krafta Bergsvand í hjarta varnarinnar. Ekki er ýkja langt síðan að Bergsvand, sem er 31 árs gömul, samdi við þýska stórliðið Wolfsburg en hún hafði frá árinu 2023 spilað með enska félaginu Brighton og þar áður í heimalandinu með liðum á borð við Brann og Stabæk. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Fótbolti Noregur Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Frá þessu er greint í norskum fjölmiðlum núna í morgun en Bergsvand er reynslumikill miðvörður sem byrjaði alla leiki norska liðsins í Þjóðadeildinni á þessu ári að undanskildum lokaleiknum gegn Sviss þar sem að hún gat ekki spilað vegna meiðslanna sem hún hafði orðið fyrir í leik nokkrum dögum áður gegn Íslandi. Bergsvand fór meidd af velli gegn Íslandi undir lok síðasta mánaðar í Þjóðadeildinni en hvort að sömu meiðsli og hún hlaut þar séu að halda henni frá þátttöku á EM skal látið ósagt. Þess er hið minnsta ekki getið í yfirlýsingu norska knattspyrnusambandsins. „Þetta er slæmt fyrir norska liðið. Bergsvand hefur verið einn stöðugasti leikmaður norska landsliðsins,“ segir Kristoffer Løkberg, sérfræðingur NRK. „Það er áfall fyrir Noreg að hún verði ekki með.“ Bergsvand hefur leikið stórt hlutverk í varnarlínu Noregs upp á síðkastið og myndað sterkt miðvarðapar með Mathilde Harviken, leikmanni ítalska félagsins Juventus. Inn í norska hópin ní stað Bergsvand kemur hin 24 ára gamla Marthine Østenstad, leikmaður Brann. Noregur er með Íslandi í A-riðli komandi Evrópumóts, liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar þann 10.júlí næstkomandi en þar mun norska liðið ekki geta reitt sig á krafta Bergsvand í hjarta varnarinnar. Ekki er ýkja langt síðan að Bergsvand, sem er 31 árs gömul, samdi við þýska stórliðið Wolfsburg en hún hafði frá árinu 2023 spilað með enska félaginu Brighton og þar áður í heimalandinu með liðum á borð við Brann og Stabæk.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Fótbolti Noregur Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira