Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 10:36 Alayah Pilgrim skoraði eina mark Sviss gegn Luzern-strákunum. Getty/Daniela Porcelli Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þó að aldrei hafi staðið til að gera úrslit leiksins opinber þá hefur talsvert verið rætt og ritað í svissneskum miðlum um 7-1 tapið gegn Luzern. Stórir miðlar á borð við Blick benda á að leikir við strákalið segi lítið til um stöðu kvennalandsliðsins nú þegar styttist í mót. Fótbolti karla og kvenna sé eins og sitt hvor íþróttin einfaldlega vegna munar á líkamlegu atgervi kynjanna, og tapið eigi því ekki að auka á svartsýni fyrir EM. Eða eins og hin 19 ára Leila Wandeler orðaði það: „Þessi úrslit skipta ekki máli. Við vitum að konur og karlar eru ekki jafnokar.“ Þó að leikið hafi verið fyrir luktum dyrum fór myndband frá leiknum í dreifingu á TikTok og höfðu yfir 70.000 manns séð það áður en því var eytt, samkvæmt frétt Blick. Þriðji markvörður í marki strákanna Alayah Pilgrim, leikmaður Roma, skoraði eina mark Sviss í leiknum en til marks um það að þjálfarinn reynslumikli Pia Sundhage nýtti leikinn til að prófa ýmsa hluti þá tóku 26 leikmenn þátt. Þá var Nadine Böhi, þriðji markvörður Sviss, þriðjung leiksins í marki Luzern strákanna. Svissneskir miðlar segja að áður hafi svissneska liðið verið búið að spila tvo aðra æfingaleiki, við U15-lið FC Solothurn og FC Biel, og tapað þeim fyrri 2-1 en unnið þann seinni 2-1. Algengt í undirbúningi stórmóta „Svona æfingaleikir hafa verið skipulagðir í aðdraganda stórmóta í gegnum tíðina. Þar sem þetta eru ekki opinberir leikir þá hafa ekki verið veittar neinar upplýsingar um þá,“ sagði Sven Micossé, fjölmiðlafulltrúi svissneska liðsins. „Það er ekki óalgengt í fótbolta kvenna að spilað sé við yngri lið. Markmiðið var að fá meira keppnisyfirbragð yfir æfingarnar. Á þessu stigi undirbúningsins er fókusinn á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum þá eru þessir æfingaleikir mjög líkir landsleikjum hvað varðar ákefð og hlaup,“ sagði Micossé. Sviss og Ísland mættust tvívegis í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, og gerðu jafntefli í báðum leikjunum, 0-0 í Sviss en 3-3 í Laugardal. Ljóst er að leikur liðanna 6. júlí gæti orðið algjör lykilleikur upp á að komast í 8-liða úrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira