Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 12:46 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira