Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 10:32 Jarrell Quansah virðist vera á leið til Bayer Leverkusen. Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira