Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 17:16 Alex Greenwood og Georgia Stanway vilja fá sem flesta stuðningsmenn til Sviss og greiða jafnvel úr eigin vasa til að hjálpa sínum nánustu að mæta á mótið. Getty/Alex Caparros Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna. Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira